144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:33]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Nei, nei, það er auðvitað þannig að hv. þingmaður hefur aldrei sagt neina vitleysu hér í þingsal. Ég skal fegin taka það á mig að vera vitleysingur, það væri mér mikill heiður.

Það sem ég á við er að það getur gerst að fólk kaupi ekki þennan náttúrupassa og það gæti lent í þeirri stöðu að fá á sig sekt, 15 þús. kr. Það er mikill peningur fyrir suma, til dæmis þá sem eru með um það bil 130 þús. kr. í tekjur á mánuði og borga kannski þar af húsaleigu upp á 130 þús.

Mig langar bara að fá skýr svör við þessari spurningu: Ef maður lendir í þeirri stöðu að fá á sig sekt, margfaldast hún ekki eins og aðrar sektir? Leggjast ekki á það dráttarvextir, kostnaður vegna innheimtuaðgerða o.s.frv.? Er það möguleiki? Ég bara spyr. Mér þætti mjög gaman að vita hversu há þessi upphæð yrði ef hún færi inn í (Forseti hringir.) Intrum eða Inkasso eða hvað þau heita (Forseti hringir.) þessi innheimtufyrirtæki. En þingmaðurinn gat ekki svarað því.