144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:36]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka spurninguna. Ég held að það sé alveg ljóst að eina leiðin til þess að verja almannaréttinn sé að slá hann í gadda í stjórnarskrá. Mér finnst það gríðarlega mikilvægt. Það eru atriði sem maður horfir á og fyllist skelfingu yfir að ekki sé enn búið að tryggja stjórnarskrárrétt um, eins og t.d. okkar sameiginlegu auðlindir þrátt fyrir að gríðarlega mikill meiri hluti almennings hafi kallað eftir því. Ég held að það væri ráð að þegar farið verður í auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar verði þessu kippt með og ég vonast til að stjórnarskrárnefndin verði við því. Mér finnst líka einhvern veginn svo skrýtið að Sjálfstæðisflokkurinn af öllum flokkum skuli vilja meiri skatta. Var ekki nógu erfitt að kyngja matarskattinum?