144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:41]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Að sjálfsögðu þekki ég hvernig þessu eftirliti er háttað. Það er þannig að um borgina fara stöðumælaverðir og athuga hvort fólk hefur verið of lengi í stæðum. Hvað eru margir stöðumælaverðir í borginni, veit hv. þingmaður það? Hver er launakostnaður þeirra á ársgrundvelli? Þekkir hv. þingmaður það? Hvað eru margir lögreglumenn við eftirlit á hraðakstri um allt land? Hver er launakostnaður þeirra? Veit þingmaðurinn það? Mér þætti mjög gott að fá svör við því núna.