144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:44]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek undir og lýsi mig sammála hv. þm. Birgittu Jónsdóttur um að hér sé farin kolröng leið til að ná í peninga til að vernda ferðamannastaði. Þar er raunar komin ein grundvallarástæða þess að vera á móti þessu frumvarpi um náttúrupassa.

Ef við lítum fram hjá því og köfum í frumvarpið til að reyna að skilja hvað annað er hér að gerast þá kemur það fram í umsögn fjármálaráðuneytisins að ekki liggi fyrir nein heildarstefna stjórnvalda í því hvaða staðir eigi að vera undir þegar allt verður komið.

Mig langar því að spyrja hv. þingmann: Er ekki hætt við því að ef við förum inn á þessa braut sitjum við innan skamms uppi með það að við getum ekki hreyft okkur spönn frá rassi án þess að vera komin á þann stað að við þurfum að hafa passann, (Forseti hringir.) hvar sem svo sem við erum í berjamó, því að alls staðar er eitthvað að sjá?