144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[18:23]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Þá langar mig að spyrja hv. þingmann út í það sem kannski angrar mig mest við þetta frumvarp eins og það liggur fyrir. Það er eftirlitskerfið, hvernig menn sjá fyrir sér að fara með þetta eftirlit. Mér finnst það afskaplega óaðlaðandi. Við erum að reyna að setja upp einhvers konar innheimtu sem er einföld og þægileg í meðförum. Það eftirlitskerfi sem menn boða er það ekki. Ef menn ætla fyrir fram að segja að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því, það verði létt verk og löðurmannlegt og við eigum bara að fara af stað og skella okkur í þetta, eins og sagt var áðan, þá er heldur enginn hvati til að greiða þetta gjald. Þarna finnst mér menn ekki alveg búnir að hugsa málið til enda. Mér finnst líka þurfa að liggja fyrir, ef það á að vera með viðurlög við einhverju, hvernig eigi að byggja eftirlitskerfið upp. Mér finnst það alls ekki koma nægilega skýrt fram í þessu frumvarpi. Það er sá þáttur sem ég er hvað (Forseti hringir.) mest andsnúin.