144. löggjafarþing — 59. fundur,  29. jan. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[18:31]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað varðar það að almannarétturinn sé barn síns tíma þá langar mig að benda á að í núgildandi lögum um Þingvallaþjóðgarð og Vatnajökulsþjóðgarð er á báðum stöðum heimild til gjaldtöku. Þeir sem beittu sér fyrir þeirri lagasetningu voru á því að þar þyrfti þessi heimild að vera, ekkert endilega til að nota hana. Er það til þess að skerða almannarétt? Ég hef ekki trú á því. En, eins og ég sagði áðan, þegar svo er komið að við erum orðin þetta mörg í landinu með rúma milljón ferðamanna á hverju ári þá verðum við náttúrlega að grípa til einhverra ráða.

Varðandi seinni spurninguna, hvort ég telji hægt að innheimta þetta, þá sagði ég reyndar í ræðu minni áðan að ég vildi einfalda innheimtuna á náttúrupassanum og ég tel að það sé hægt. Ég tel (Forseti hringir.) að þetta eigi að geta gengið. Ég hef engar áhyggjur af því.