144. löggjafarþing — 60. fundur,  2. feb. 2015.

viðbrögð Kópavogsbæjar við úrskurði kærunefndar jafnréttismála.

[15:28]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Í þessu tilfelli er það þannig að það er einhver sem beinlínis kærir og fær úrskurð sem er á þann veg að hann er kærandanum í hag, og viðbrögðin við því eru þau að samstarfsfélagi konunnar eru lækkaður í launum. Þetta er gríðarleg ábyrgð sem sett er á kærandann í þessu tilfelli. Ég mundi vilja heyra betur frá hæstv. ráðherra hvernig henni finnast þessi viðbrögð. Það geta verið alls konar ástæður fyrir því að þau eru launasett á ólíkan hátt en það breytir því ekki að mistökin liggja einhvers staðar og ein manneskja er látin axla ábyrgðina á þeim eða í þessu tilfelli tvær, kærandinn og samstarfsmaðurinn. Það er það sem mér þykir rangt í þessu og það er það sem mun valda því að konur og karlar verða treg til að leita réttar síns í svona málum til lengri tíma, nema það komi skýr skilaboð héðan á einhvern hátt að þetta sé ekki liðið.