144. löggjafarþing — 60. fundur,  2. feb. 2015.

húsnæðismál Listaháskóla Íslands.

406. mál
[16:42]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Elsa Lára Arnardóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra fyrir svörin. Það er ekki miklu við þau að bæta nema að mikilvægt er og ég vonast eftir því að lausn fáist í húsnæðismál Listaháskólans fyrr en seinna fyrir þá sem þar starfa, bæði nemendur og starfsfólk skólans, þannig að fólk búi þar við þær bestu aðstæður sem hægt er að hugsa sér, eða sem eru í boði, upp á að skapa verðmæti fyrir land og þjóð.