144. löggjafarþing — 61. fundur,  2. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[18:32]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það má alltaf ræða um eftirspurnaráhrifin og í sjálfu sér getum við líka velt því fyrir okkur hvort ekki hefði verið eðlilegt vegna gríðarlegrar fjölgunar ferðamanna á skömmum tíma að við reyndum að tempra örlítið eftirspurnina. Við getum ekki byggt yfir allt, við vitum ekki hversu lengi ein milljón ferðamanna koma hingað á hverju ári, það getur verið ein og hálf milljón, eins og hér er gert ráð fyrir. Verður það viðvarandi? Ísland er ekki lengur á topp tíu-listunum yfir eftirsóttustu löndin í ár. Hvaða afleiðingar hefur það til lengri tíma? Við gerum út á eitthvað sem við vitum ekki alveg hvað mun skila okkur, án þess að ég ætli að fara að mála einhverja dökka hlið á þessu máli, vegna þess að milljón er ekki mikið í ferðamannaheiminum.

En varðandi innanlandsflugið þá nefndi ég að það eru gjöld af innanlandsfluginu sem sumir hafa bent á að mætti nýta sér og breyta í þessu sambandi. Verið er að endurskoða alla gjaldtöku í sambandi við flugið og skoða hvort vera megi fyrirgreiðsla á fluginu. (Forseti hringir.) Allt þetta er nauðsynlegt að skoða betur en (Forseti hringir.)