144. löggjafarþing — 61. fundur,  2. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[19:21]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka þakkir mínar til hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar og fyrirspurn hans. Ég er sammála hv. þingmanni um að náttúruperlan Ísland hefur að geyma fjölmarga uppáhaldsstaði. Hæstv. ráðherra fer örugglega með rétt mál, en það eru kannski tíu, tólf staðir þar sem orðið er mjög brýnt að fara í innviðauppbyggingu. (Gripið fram í.) Við getum eftir sem áður hitt á leyndar perlur sem eru hér við borgarmörkin og í nágrenninu.

Við erum á svipaðri skoðun varðandi blandaða leið og ástæðan fyrir því í mínum huga er sú að kjarnaþættir vörunnar eru mikilvægir. Hin stóru, sterku ferðaþjónustufyrirtæki sem eru á bak við vöruna ættu að sameinast um að afla þeirra tekna sem þarf til að byggja upp og viðhalda náttúruperlunum sem eru þegar upp er staðið mikilvægasti þátturinn í þjónustunni.

Það er líka hárrétt að fram kemur í frumvarpinu að fjármála- og efnahagsráðuneytið efast um að einn starfsmaður á Ferðamálastofu muni geta fylgst með eftirlitinu. En mögulega má hafa (Forseti hringir.) náttúrupassann þarna sem einn hluta af þessu.