144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[15:11]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, sú sem hér stendur er enn þá þeirrar skoðunar, enda kemur það fram í náttúruverndarlögum og þeim lögum sem ætlað er að standa vörð um íslenska náttúru, lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og fleiri sérlögum. Þar kemur fram að það á að vera hægt að takmarka umgang um sérstök og tilgreind náttúruverndarsvæði ef þeim stendur ógn af umgangi. Þannig hefur það verið, þannig er það í gildandi náttúruverndarlögum frá 1999 og væntanlega í því frumvarpi sem er í smíðum í samstarfi hv. umhverfis- og samgöngunefndar og ráðuneytisins.