144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[15:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Einn maður sem gengur yfir þessar mosaþembur veldur ekki neinu tjóni, en 100 valda miklu tjóni og þúsund valda óbætanlegu tjóni. Hvaða einstaklingur á að stoppa? Hvar kemur náttúruverndin á móti Grágás?

Síðan talaði hv. þingmaður um eftirlitsiðnaðinn og var upptekin af því. Er eitthvað minni eftirlitsiðnaður tengdur gistináttagjaldi? Er minni eftirlitsiðnaður tengdur mörgu öðru sem menn setja lög um? Er það ekki einmitt hvað gjaldið er lágt, 1.500 kr., og að því sé ætlað að fara í mjög ákveðin verkefni í þágu ferðamanna sem mun gera það að verkum að sem flestir muni borga það möglunarlaust?