144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[15:28]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er auðvitað eitt af hinum stóru tíðindum sem hér eru undir á þriðja degi umræðu um frumvarp hæstv. ráðherra að opnað er fyrir að einkaaðilar innheimti gjald af ferðamönnum við það að fá að njóta náttúrugæða eða náttúruminja sem eru í landi viðkomandi landeiganda.

Virðulegur foseti. Þar með er það orðið þannig að Ísland gjörbreytir um ásýnd — gjörbreytir um ásýnd — ekki bara fyrir ferðamenn heldur ekki síður fyrir okkur sem landið byggjum þegar það er orðið svo að í ferð um Mývatnssveit þarf fólk þarf að draga upp kortið eða peningabudduna (Gripið fram í.) aftur og aftur í litlu sveitarfélagi sem er þéttriðið net náttúruperlna. Það er gjörbreyting á ásýnd Íslands. Það er gjörbreyting sem við getum ekki átt aðild að að breyta öðruvísi en að eigi sér stað (Forseti hringir.) miklu, miklu ítarlegri umræða en hér hefur farið fram.