144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:25]
Horfa

Áslaug María Friðriksdóttir (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka kærlega fyrir svarið. Ég tek undir það og sé að þetta gengur varla upp. Um leið og maður fer að reikna, þó að við hækkum gistináttagjaldið bara úr 100 kr. upp í 300 kr., eins og fólk var að tala um hér, eða jafnvel upp í 400 kr., til að ná þeirri upphæð sem við þurfum til að vernda þá staði sem eru undir í frumvarpinu, þá get ég ekki séð annað en bæði með því og komugjöldum værum við búin að margfalda, jafnvel sexfalda eða meira en það, þá upphæð sem við erum að tala um í náttúrupassanum núna. Ég get ekki séð að það sé leið sem fólk muni verða samþykkt en auðvitað þarf að ræða þetta allt saman í nefndinni. Ég held því að það sé ágætt að ræða bílastæðamálin og bílastæðagjöld, að sjálfsögðu mætti bæta því við, að sjálfsögðu. Það er eitthvað sem nefndin ræðir.