144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[16:26]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir. Nú er það þannig að það er ákveðin verðteygni í ferlinu. Eitt af því er gistináttagjaldið, það má ekki hækka neitt voðalega mikið, sérstaklega ekki á ódýrustu gistingunni, nema menn fari að gera það enn flóknara með því að taka upp gistináttagjald eftir því hve margar stjörnur viðkomandi hótel hefur. Þá er það orðið virkilega flókið.

Ég held að nefndin ætti að einskorða sig við eina leið. Þetta eru ekki svo stórar upphæðir að það taki því að vera að búa til margar leiðir. Ef menn vilja skoða það að Íslendingar borgi ekki þá skal ég alveg vera nefndinni til ráðgjafar um hvernig það er gert. En ég mundi varla nenna því.