144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

náttúrupassi.

455. mál
[18:53]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég kem hingað til að gera athugasemdir og gefa upp boltann eins og hæstv. ráðherra talar um í lokaræðu sinni þegar fjölmargir þingmenn eru búnir með báðar ræður sínar. Hún segist ætla að hætta í andsvörum um þetta mál til að gefa þingmönnum kost á að koma í ræðustól og ræða þessa hugmynd sína. Ég held að ég verði að nota orðið óheiðarlegt um framkomu hæstv. ráðherra. Það er ekki hægt að hafa verið hér í tvo daga að ræða þetta mál, og margir hafa rætt um þetta sem hlutverk atvinnuveganefndar, og svo komi þetta upp á síðustu stigum. Ég ítreka það sem ég sagði: Hvers eigum við þingmenn að gjalda sem erum búnir með ræðutíma okkar við 1. umr.? (ÖS: Láta mig tala fyrir ykkur.) Já, þú gerir það, ég veit það.