144. löggjafarþing — 62. fundur,  3. feb. 2015.

almenn hegningarlög.

436. mál
[22:09]
Horfa

Flm. (Björt Ólafsdóttir) (Bf):

Virðulegi forseti. Ég þakka ræðuna og hrósið. Það er auðvitað svolítið snúið, þetta með tjáningarfrelsið. Við viljum standa vörð um það, algerlega. En eins og kom fram í ræðu minni, þetta hagsmunamat þeirra sem vilja nýta tjáningarfrelsið til að dreifa versus þeir sem verða fyrir þessu ofbeldi er mjög skýrt. Hagsmunirnir eru hjá þolendunum og verja þarf þá hagsmuni. Hagsmunirnir eru í raun engir hinum megin. Hvaða réttur er það að niðurlægja aðra?

Varðandi útfærslu þá getur vel verið — vonandi fær málið það vandaða meðferð, og ég geri ráð fyrir því, í nefnd að hægt verði að afmá ágalla ef þeir eru til staðar og bæta um betur ef þörf er á.