144. löggjafarþing — 63. fundur,  4. feb. 2015.

störf þingsins.

[15:09]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir að vekja athygli þingsins á þessu máli. Ef rétt reynist að íslenskir lífeyrissjóðir hafi hugsanlega átt það sóknarfæri að leita réttar síns gagnvart matsfyrirtækjum sem hafi haft við röng vinnubrögð og verið fundin sek fyrir erlendum dómstólum til að bæta öðrum tjón af svipuðum toga er alveg grátlegt ef lífeyrissjóðir hafa ekki gætt réttar síns í þessu máli. Ég held að það sé engin spurning að efnahags- og viðskiptanefnd getur óskað eftir því að fá að hitta þá aðila sem að þessu máli hafa komið og óska eftir nánari skýringum.