144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

frumvarp um stjórn fiskveiða.

[10:58]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um tildrög heildarendurskoðunar á fiskveiðistjórnarkerfinu. Við fórum nokkur, aðallega atvinnuveganefndin, nokkrir fulltrúar frá þingflokkunum, á fund í ráðuneytinu fyrir nokkru þar sem okkur var kynnt frumvarpið, a.m.k. eins og það stóð þá stundina. Það væri gott fyrir þingheim að vita og landsmenn alla hvar þetta frumvarp er statt. Er það tilbúið? Ef það er ekki tilbúið, hvenær eru líkur á að það klárist? Ef það er tilbúið, hvar strandar það? Er það á leiðinni inn í þingið? Það væri gott að fá skýr svör um þetta.