144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks.

454. mál
[14:30]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka svarið. Markmiðið með NPA er að veita fólki þau réttindi að eiga rétt á sjálfstæðu lífi. Það er ánægjulegt að samningarnir séu orðnir 61, en það er alveg vitað að það eru mun fleiri sem vilja fá slíka samninga. Það er mjög erfitt fyrir fólk að bíða í óvissu í tvö ár til viðbótar með hvort það fái slíka samninga. Þess vegna vil ég endurtaka spurninguna hvort það komi ekki til greina að fjölga samningum enn frekar. Ég ítreka að fjármagn verður að vera tryggt til að fjármagna þá samninga sem þegar hafa verið ákveðnir út árið 2016, það er ómögulegt fyrir fólk að búa við óvissu um að þau réttindi sem það hefur fengið í dag og hafa gerbreytt lífi þess verði kannski frá því tekin að ári liðnu vegna fjárskorts.