144. löggjafarþing — 64. fundur,  5. feb. 2015.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks.

454. mál
[16:42]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið en vil ítreka að það er mín skoðun að mjög mikilvægt sé að búa þessu þá umgjörð að þriðji aðili fari ekki að hagnast af kerfinu, hvernig svo sem við útfærum það.

Það er annað sem mig langar að spyrja hv. þingmann að og hann vék aðeins að í ræðu sinni, sem er kostnaðurinn og kostnaðardreifingin milli ríkis og sveitarfélaga. Mig langar að heyra betur sýn hans á því. Ætti jöfnunarsjóður að hafa þar stærra hlutverk við að deila peningum út, hann annast nú þegar þau 20% sem ríkissjóður greiðir, eða ætti þetta mögulega að vera stærra hlutfall sem er á kostnaði ríkisins? Mig langar að heyra sýn hv. þingmanns á því.