144. löggjafarþing — 66. fundur,  16. feb. 2015.

vátryggingarsamningar.

120. mál
[15:51]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Bjarnason) (S):

Virðulegi forseti. Frumvarpið sem hér um ræðir, frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 30/2004, um vátryggingarsamninga, með síðari breytingum, fjallar um hreyfanleika viðskiptavina.

Við umfjöllun í nefnd og í þingi er ákveðið ósamræmi þannig að ekki er fullt samræmi skaðatrygginga og líftrygginga, þ.e. hóptrygginga. Hér er um tæknilegt úrlausnarefni að ræða sem breytingartillagan felur í sér. Með breytingunni eiga engin réttindi að falla brott þannig að réttindi hinna vátryggðu eru jöfn eftir sem áður og í heild á sú breyting sem hér er gerð með frumvarpinu og breytingartillögunni og með þeim breytingartillögum sem fóru í gegn við 2. umr. að leiða til þess að hreyfanleiki viðskiptavina verður meiri og væntanlega auka á samkeppni.

Virðulegi forseti. Ég vænti þess að breytingartillagan verði samþykkt. Ég hef lokið máli mínu.