144. löggjafarþing — 67. fundur,  17. feb. 2015.

sjúkratryggingar.

242. mál
[14:10]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp til að gera grein fyrir atkvæði mínu. Ég fagna þessu frumvarpi sem mér sýnist við vera að samþykkja því að ég tel að það skipti gríðarlegu máli að flóttamenn sem hingað koma séu sjúkratryggðir. Svo fagna ég sérstaklega þeirri breytingu sem var gerð þannig að þetta ákvæði nái einnig til þeirra sem hér hafa fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þetta finnst mér hið besta mál og þess vegna fagna ég þessu sérstaklega.