144. löggjafarþing — 67. fundur,  17. feb. 2015.

umboðsmaður skuldara.

159. mál
[14:12]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég er á nefndaráliti þessa frumvarps með fyrirvara og vil gera grein fyrir þeim fyrirvara mínum. Ég tel að umboðsmaður skuldara þurfi ekki víðtæka heimild til að afla gagna frá einstaka fjármálastofnunum og geta sett á dagsektir þar að lútandi ef ekki verður orðið við þeim óskum sem umboðsmaður skuldara kallar eftir. Ég tel að umboðsmaður skuldara geti vel sinnt því hlutverki sem honum ber samkvæmt lögum án þess að þessar heimildir komi til, hvað þá heldur dagsektir. En ég ætla ekki að standa í vegi fyrir frumvarpinu.