144. löggjafarþing — 67. fundur,  17. feb. 2015.

jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

107. mál
[16:55]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Ásmundur Friðriksson) (S) (andsvar):

Ég þakka hæstv. fyrirspyrjanda spurninguna. Ég get ekki alveg fullkomlega upplýst hana um það, en auðvitað eru nokkrar leiðir að þessu marki. Ég hef svo sem alveg getað ímyndað mér að til dæmis hefði verið hægt að fara í niðurgreiðslu á kostnaði vegna heits vatns á heitum svæðum. Mér hefði fundist það vera ágætisleið, var reyndar sjálfur fylgjandi því, mér hefðu fundist ýmsar aðrar leiðir koma til greina. Þetta var niðurstaðan af því sem við gerðum í nefndinni og þetta er í raun svarið sem ég get gefið henni við þessari spurningu núna af því ég er ekki með skýrsluna hjá mér.