144. löggjafarþing — 68. fundur,  18. feb. 2015.

vísun máls til nefndar.

[15:08]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill taka fram að það hefur komið fyrir að þingfundaskrifstofa og forseti hafa gert athugasemdir við hugmyndir sem uppi hafa verið um vísun mála. Þá hefur þeim athugasemdum verið komið á framfæri og jafnan nánast án undantekninga hefur tekist að leysa úr því.

Forseti vill árétta það sem hann sagði hér áðan að það heyrir til undantekninga að ágreiningur sé um það hvert eigi að vísa málum en forseti hafði ekki kynnt sér þetta mál sérstaklega og vildi þess vegna gefa sér tóm til þess. Í því felst í sjálfu sér ekkert fyrirheit um að forseti komist að annarri niðurstöðu en afgreidd var með þessu máli í gær.