144. löggjafarþing — 68. fundur,  18. feb. 2015.

ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi.

11. mál
[15:44]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um heildstæða löggjöf um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi og byggist frumvarpið á lögum um ívilnanir frá árinu 2010. Markmiðið er að örva og efla nýfjárfestingu í landinu. Ég styð málið í heild sinni en minni á að fyrirvari minn gengur fyrst og fremst út á það að samhliða þessu frumvarpi liggi ekki fyrir frumvarp sem lögfesti almennar ívilnanir sem stuðli að nýfjárfestingarverkefnum í minni nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem falla ekki undir þessa löggjöf. Ég hvet hæstv. iðnaðarráðherra til að hraða þeirri vinnu og ljúka henni sem fyrst svo við getum afgreitt slík lög.