144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[20:33]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta. Eins og kemur fram í umsögn minni hluta hv. umhverfisnefndar teljum við sem að þeirri umsögn stöndum algjörlega ótækt að biðflokkurinn sé yfir höfuð til umfjöllunar í kerfisáætlun. Biðflokkurinn er ekki biðflokkur fyrir orkunýtingarflokk heldur biðflokkur fyrir bæði orkunýtingarflokk og verndarflokk. Hann kemur ekki til álita einu sinni á því stigi. Biðflokkur er hann og biðflokkur skal hann heita á meðan upplýsingar liggja ekki fyrir til að ákveða hvort kostirnir þar eigi að vera í orkunýtingarflokki eða verndarflokki.

Varðandi það að byggja á raunhæfum sviðsmyndum tel ég að einhvern tímann þegar við hv. þingmaður sitjum í góðri ríkisstjórn í fyllingu tímans þurfum við að fara með orkustefnu í gengum þingið og leggja niður fyrir okkur (Forseti hringir.) áætlun um það hvort við þurfum á orku að halda, þá hversu mikilli og í hvaða samhengi.