144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[21:17]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hægt og örugglega hefur verið að teiknast upp sú mynd í umræðunni hvers lags hneyksli er á ferðinni í þessu máli og hversu hraksmánarlega meiri hluti atvinnuveganefndar hefur undirbúið þetta mál til umræðu í þinginu. Það er alveg með ólíkindum að hér skuli fara fram umræða af hálfu minni hlutans í þinginu án aðkomu þeirra sem bera ábyrgð á þessu máli, án rökstuðnings, þar sem bent hefur verið á í umsagnarferli að laga þurfi hvert atriðið á fætur öðru í þessu máli. Það er dregið upp, skoðað með tilliti til meirihlutaálits nefndarinnar og það er ekki stafkrók að finna um það hvers vegna menn kjósa að fara þá leið sem þeir eru að fara, enginn rökstuðningur og enginn málafylgjumaður hérna í þinginu fyrir utan hv. þm. Þorstein Sæmundsson, jafn ágætur og hann er, (Forseti hringir.) til að færa rök fyrir þessum málflutningi. Það er enginn af hálfu ríkisstjórnarinnar. Það gengur ekki að þessi umræða fari fram með þessum hætti.