144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[22:41]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Af því að hv. þm. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kom upp áðan og spurði hvar þingflokksformaður Framsóknarflokksins væri vil ég bara segja frá því hér að hv. þm. Þórunn Egilsdóttir fór veik heim um miðjan dag með flensu. Ég er búinn að vera hér sem varaformaður þingflokks í húsi í allan dag og hlýða á þessar efnismiklu og líflegu umræður stjórnarandstöðunnar og stjórnarliða, [Kliður í þingsal.] m.a. hv. þm. Þorsteins Sæmundssonar sem hefur flutt hér ræður (Gripið fram í.) og er þingmaður Framsóknarflokksins. Ég hlakka mjög til að hlýða á þessar umræður áfram þannig að við getum lokið þessari 2. umr. og málið komið inn til 3. umr. og vonandi orðið að lögum sem fyrst.