144. löggjafarþing — 69. fundur,  24. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[23:31]
Horfa

Frsm. minni hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mig langar að vita hvort það sé valkvætt hjá hæstv. forseta hvenær hann lætur þingsköp gilda í þingsal. Fram kom í máli forseta áðan að það væri ekki vani hans að beita 19. gr. Er það þá þannig að það myndast bara einhver hefð á það hjá viðkomandi forseta hvort hann beitir einhverjum greinum í þingsköpum gagnvart þeirri orðræðu sem fram fer í þingsal og þegar hv. þingmenn brjóta þingskapalög? Mér finnst það mjög einkennilegt og óska eftir því að forseti útskýri það nánar.

Mér þætti meiri bragur að því að hv. formaður atvinnuveganefndar kæmi hingað upp og bæðist afsökunar og setti ekki forseta í þá stöðu sem raun ber vitni í þessu máli.