144. löggjafarþing — 70. fundur,  25. feb. 2015.

vextir og verðtrygging o.fl.

561. mál
[17:03]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Svo ég svari síðari spurningunni á undan þá er svarið já. Jú, ég hef þær áhyggjur, ég kom aðeins inn á það í ræðu minni. Ég sagðist alveg geta séð fyrir mér að ef farin verður þessi leið í gegnum skilyrðingar í greiðslumatinu þá muni þeir sem telja sér þetta hagstætt standa í æfingum til að reyna að sannfæra lánastofnunina um að þeir séu vel færir um að taka svona lán. Ef aftur ganga í garð þeir tímar að í boði verða svona lán, erlend lán eða gengistryggð lán á mjög lágum vöxtum og menn telja sér það hagstætt, yrði ekki gott ef það réðist af aðallega efnahagslegri stöðu, tekjum og eignum hverjir ættu þess kost og hverjir ekki.

Frá hinum endanum má segja að þeir sem hafa lítið borð fyrir báru séu náttúrlega miklu óvarðari fyrir áhættunni, það er efnislegt í sjálfu sér. En afleiðingin gæti vel orðið ákveðin mismunun í vaxtakjörum gagnvart skuldum einstaklinga.