144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

nauðungarsala.

573. mál
[12:02]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni að þetta á við um þá sem eru í þessu leiðréttingarferli. Feikilega mikill fjöldi sótti um það. Um þá sem standa fyrir utan það gilda almennar reglur og enn og aftur segi ég að þannig á það náttúrlega að vera. Af því að þetta úrræði var væntanlegt var á síðasta ári ákveðið að ganga þá leið til enda. Það hefur ekki tekist að ljúka þeim málum og þá er nauðsynlegt, til þess að jafnræðis sé gætt, að halda áfram með þetta úrræði. Það kemur þó alltaf að því að við þurfum að fara eftir þeim lögum sem í landinu gilda og þannig verður það við aðra aðila.