144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

nauðungarsala.

573. mál
[12:03]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg þetta svar. Ég skil ekki „þannig á það nú að vera“. Hvað ef það kemur út úr þessum dómsúrskurði að þetta hafi verið ólögleg lán og þá er allt þetta fólk búið að missa húsnæði sitt? Það er ekki afturkræft. Hver er réttarstaða þessa fólks? Ég átta mig ekki alveg á þessu.