144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

framhald umræðu um raforkumál.

[13:23]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég heyri að forseti vísar til ákvæða um að beita sér fyrir því að menn tali jafnt með og á móti málinu. Ég ætla svo sem ekki að gera ágreining við forseta um að hann geti rutt leiðina fyrir formann atvinnuveganefndar til að tala á annan veginn, en þá held ég að það færi best á því að virðulegur forseti ryddi þá um leið brautina fyrir formann umhverfisnefndar, hv. þm. Höskuld Þór Þórhallsson, sem mjög hefur látið að sér kveða í málinu og er augljóslega þá talsmaður hinna sjónarmiðanna. Þá fáum við báða formennina sem hér takast á til að kynna hvor sína hlið málsins, annars vegar Höskuld Þór Þórhallsson fyrir hönd þingmannanna Birgis Ármannssonar, Elínar Hirst o.fl., og hins vegar Jón Gunnarsson, formann atvinnuveganefndar, fyrir hönd meðreiðarsveina sinna í málinu.