144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[13:47]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var sólarhringur sem leið á milli þess að hv. formaður tilkynnti að það ætti að taka málið út og svo varð að fresta aftur. Ég vil segja það, (Gripið fram í.) ég er með orðið, takk fyrir, að ég var t.d. veik á þeim fundi sem málið var tekið út og hafði sérstaklega fyrir því að láta vita af því við formann nefndarinnar.

Þetta er stórt og mikið mál og mikilvægt að það fari í gegn, mikilvægt að það sé vel unnið og þá skil ég ekki þann asa sem er hér á síðustu metrunum. Mér finnst gott að heyra að formaðurinn er sammála mér um að við þurfum að vinna ákveðna þætti betur og þá skulum við bara einhenda okkur í það.