144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

kvöldfundur.

[14:50]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hæstv. forseti kom inn á það að við hefðum fengið rúman sólarhringsfrest til að reyna að vinna í þessu máli og að við værum í sömu stöðu núna. Mér finnst það mjög umhugsunarvert að til dæmis stjórn atvinnuveganefndar komi ekki saman og ræði þetta. Ég tel, sem varaformaður atvinnuveganefndar, að við gætum unnið í þessu máli á milli funda og reynt að ná einhverri sátt ef einhver alvara væri á bak við. Ég sat fund í hv. velferðarnefnd í gær. Þar eru vinnubrögðin allt önnur en ég upplifi í hv. atvinnuveganefnd. Hv. formaður þeirrar nefndar stýrir nefndinni þannig að það er breitt samráð um umfjöllun um mál og meðferð mála. Þetta hefur ekki viðgengist í hv. atvinnuveganefnd þann tíma sem ég hef setið í henni frá síðustu kosningum, því miður.