144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

kvöldfundur.

[14:55]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé mjög mikið óráð sem er að verða ofan á, a.m.k. það sem hæstv. forseti leggur til varðandi framvindu þessa máls. Ég hef miklar áhyggjur ef það á að verða hér eðlileg málsmeðferð og framvinda að tuddanálgun eins og við höfum séð í tengslum við þetta tiltekna mál verði látin óátalin, að mönnum þyki hún bara í lagi.

Ég studdi hæstv. forseta og fagnaði því þegar málið var tekið á dagskrá til að freista þess að ná einhverjum snertiflötum í því en sá tími var ekki nýttur. Hv. þm. Jón Gunnarsson notaði ekki þann tíma. Hver er svo viðurkenningin fyrir vel unnin störf á þessum sólarhring þar sem hv. þingmaður skilaði engu? Jú, að ryðja öllu þinginu inn í kvöldfund um málið. Ég verð að segja að mér finnst þetta mjög undarlegt (Forseti hringir.) og mér finnst raunaleg staða komin upp í þessu máli.