144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

kvöldfundur.

[15:03]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég held að í ljósi þess hve veik staða umhverfisnefndar er væri skynsamlegt að fulltrúar minni hlutans í umhverfisnefnd mundu hreinlega svissa og fara yfir í atvinnuveganefnd. Það er ljóst að mjög mörg af þeim málum sem ættu að vera til umfjöllunar í umhverfisnefnd eru í atvinnuveganefnd. Það er best að flytja fjallið bara yfir til Múhameðs.