144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[15:40]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég var fyrst og fremst að taka undir þá hugsun að þingið kæmi að ákvarðanatöku í ríkara mæli en gert er ráð fyrir í frumvarpinu. Nákvæmlega hvernig það á að vera er svo nokkuð sem þarf að ræða betur og áður en nokkrar ákvarðanir eru teknar þarf sú umræða að fara fram. Síðan er það náttúrlega algerlega forkastanlegt eins og Landvernd bendir á og komið hefur fram í máli stjórnarandstöðuþingmanna sem hafa tjáð sig um málið, að virkjunarkostir sem eru í biðflokki séu teknir inn í slíkar áætlanir svo Landsnet geti vélað með þá og Orkustofnun á síðan að taka ákvörðun um þá. Við höfum því miður séð dæmi um mjög undarlegar ákvarðanir sem teknar eru á þeim bæjum og veitir nú ekkert af að fá aðra að því borði þar sem ákvarðanir eru teknar. (Forseti hringir.) Ég var fyrst og fremst að taka undir hið almenna sjónarmið um aðkomu þingsins.