144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[15:46]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir, ég er honum innilega sammála hvað þetta varðar, en sveitarfélögin hafa sett í stefnumörkun sína fyrir tímabilið 2014–2018 eftirfarandi um skipulagsvaldið:

„Skipulagsvaldið er einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaganna sem skal virða.“

Sveitarfélögin leggja mjög mikið upp úr því að þau hafi skipulagsvaldið en með þessu frumvarpi er verið að segja við sveitarfélögin: Þið verðið að lúffa fyrir því sem stendur í kerfisáætluninni og þið megið ekki hindra Landsnet í því að fara eftir þeirri áætlun. Ég spyr hv. þingmann sem þekkir vel til málefna sveitarfélaganna: Hvernig heldur þú að viðbrögðin verði (Forseti hringir.) ef þetta ákvæði í frumvarpinu verður ekki lagað?