144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

lengd þingfundar.

[16:02]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þegar meiri hluti ákveður að beita ofríki þarf hann auðvitað bara að fylgja því eftir. Um þau skylduákvæði sem hv. þm. Ásmundur Einar Daðason vísar til er sömuleiðis í þingsköpum að finna skylduákvæði um það að þingmenn skuli sækja þingfundi. Það hlýtur þess vegna að vekja sérstaka athygli að það skuli hafa verið svona erfitt fyrir stjórnarmeirihlutann að sækja þingmenn sína í hús og að svo margir þeirra skuli hafa brotið gegn því skylduákvæði. Ég get upplýst hv. þm. Ásmund Einar Daðason um að ég hef oftar en einu sinni orðið þess var að það skylduákvæði hefur heldur ekki verið uppfyllt.