144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

lengd þingfundar.

[16:04]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég held að það hljóti að vera athyglisvert fyrir þá fjölmörgu sem að jafnaði fylgjast með störfum Alþingis að verða vitni að því (HHj: Stjórnarliðar …) að stjórnarandstaðan sýni þingstörfum jafn mikla fyrirlitningu og hún gerði hér áðan með því að hunsa atkvæðagreiðslu um lengd fundar. Ég held að það hljóti að vera mörgum umhugsunarefni sem fylgjast með þingstörfum á hvaða braut stjórnarandstaðan er. Í stuttu máli sagt, eftir mína stuttu þingreynslu ætla ég að segja: Mér finnst þetta til skammar, herra forseti.