144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

lengd þingfundar.

[16:16]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þingmönnum hérna inni til mikillar ánægju get ég sagt það að ég er búin að vera hérna alveg frá því að ég mætti til vinnu í morgun. Alveg eins og hv. þm. Ásmundur Einar Daðason kom inn á segir í þingsköpum:

„Skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu nema hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi.“

Ég efast ekki um að þau lögmætu forföll sem þeir aðilar sem voru ekki í þingsalnum akkúrat á þeirri stundu sem atkvæðagreiðslan átti að fara fram hafi verið vegna annarra starfa sem tengjast þingstörfum eins og þingmenn hérna inni eiga að vita. Það er ekkert óeðlilegt að kalla þingmenn til atkvæðagreiðslu en hingað komu ekki þingmenn minni hlutans þegar kallað var til atkvæðagreiðslu svo spurningin er: Hver er að sinna störfum sínum og hver virti ekki þingstörf þegar hæstv. forseti kallaði til atkvæðagreiðslu? Af hverju ekki að taka umræðuna sem þau segjast hafa undirbúið svo vel á lengdum fundi hér á eftir?