144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[17:09]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil í þessu síðara andsvari í raun koma upp til þess að taka undir með hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni og ítreka það sem ég sagði í ræðu minni, ég tel og tek undir það að verið sé að flytja allt of mikil völd til flutningsfyrirtækisins, einkahlutafélagsins Landsnets. Og að búið verði þannig um málið að sjónarmið almennings komi fram, og þá jafnvel í gegnum sveitarfélögin, þ.e. að það sé tryggt. Það er eitt af því sem þarf að breyta í frumvarpinu til þess að ég telji að þannig sé um það búið að við getum samþykkt það héðan frá Alþingi.