144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[17:55]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Mér finnst svo skrýtið að stjórnarliðar skuli fara fram á að við fundum, þeir greiða atkvæði um það og kvarta yfir því að við tökum ekki þátt í atkvæðagreiðslunni, þrátt fyrir að við séum á móti þessum kvöldfundi. Þeir vilja taka þátt í líflegri umræðu, eins og kom fram á þingflokksformannafundi þegar varaþingflokksformaður Framsóknarflokksins ræddi hvað honum þætti gott og gagnlegt að vera þátttakandi og viðverandi í umræðum um þetta mál sérstaklega. Mér finnst þetta því alveg ótrúleg frekja, og á hvaða öðrum vinnustað væri það þannig að tiltekinn hópur vinnufélaga krefðist þess að haldinn yrði fundur og svo færi sá hópur allur? Hvar eru þingmenn stjórnarmeirihlutans, sá mikli skari?