144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[18:01]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Í ljósi þess að verið er að gera ráðherrunum viðvart um að nærveru þeirra sé óskað tel ég rétt að fresta fundi þar til ráðherrar eru komnir í hús. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon hefur óskað eftir nærveru þeirra og fráleitt að hv. þingmaðurinn þurfi að hefja ræðu sína án viðveru þeirra.

Ég vil jafnframt líka láta þess getið að hér er í gangi einhvers konar undarleg hefð, sem var svo sannarlega líka viðhöfð á síðasta kjörtímabili, og ég var satt best að segja að vonast til þess að við gætum hafið Alþingi upp úr þeirri hefðbundnu pólitík, þeirri hefðbundnu valdníðslu þar sem einn stór hópur þvingar aðra til að vera í vinnunni, þ.e. að hver tali við annan en ekki þá sem vildu fundinn, þeir eru ekki hér. (Forseti hringir.) Forseti. Þetta á ekki við í nútímalandi.