144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[18:43]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil taka undir þá beiðni og í fyrsta lagi finnst mér mjög skringilegt að formaður atvinnuveganefndar, sá mikli maður sem hér hefur sett Alþingi á hvolf enn einu sinni, skuli ekki heiðra okkur með nærveru sinni. Mér finnst það með ólíkindum. Og enn furðulegra finnst mér að hv. þingmaður taki ekki þátt í þessum umræðum og allra furðulegast finnst mér að hæstv. umhverfisráðherra sjái sér ekki fært að setja það í forgang að koma til Alþingis og eiga orðastað við þingmenn og hlusta á þá þingmenn sem óska sérstaklega eftir nærveru hæstv. ráðherra.

Ég óska eftir því að fundi verði frestað þangað til hæstv. ráðherra getur heiðrað okkur með nærveru sinni sem og formaður atvinnuveganefndar því að við erum hér í tómarúmi að ræða við sjálf okkur.