144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[20:28]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta svar. Ég er held ég í öllum atriðum sammála því sem hér kom fram, að svona eigi ekki að fara með rammaáætlun.

Mig langar aðeins að spyrja þingmanninn, vegna þeirrar umræðu sem hefur átt sé stað hér í dag sem og á þriðjudaginn, um þinglega meðferð þessa máls, hvort hún telji ekki að þrátt fyrir að okkur greini á um þá stöðu sem málið er komið í séum við þó í grunninn sammála um að uppbygging á raforkukerfinu sé gríðarlega brýnt mál og að við munum, með því að gera ákveðnar breytingar, geta náð alla vega þó nokkurri sátt um það hvernig málaumbúnaður eigi að vera, hvort hún telji ekki að við hér í þinginu getum komið okkur niður á það.