144. löggjafarþing — 71. fundur,  26. feb. 2015.

raforkulög.

305. mál
[20:44]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það getur verið að forseti hafi ekki verið nægilega skýrmæltur. Það sem forseti átti við er að honum er kunnugt um að ætlunin er að setjast yfir þessi mál núna eftir korter. Í ljósi þess hafði forseti hugsað sér að fundurinn gæti haldið áfram til kl. 9; gera þá hlé á honum og meta í því hléi hvernig áframhald umræðunnar verður þegar það liggur skýrar fyrir. Forseta er einfaldlega ekki nægilega vel ljóst hvar málin standa nákvæmlega núna.